2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir30.11.2022 15:01
Fellsströnd í Dölum. Ljósm. úr safni

Forgangsraða þurfi vegaframkvæmdum

03.02.2023 17:15

N4 komið í þrot

Lesa meira

03.02.2023 15:01

Bjóða Grímshús til leigu en með fyrirvörum

Lesa meira

03.02.2023 14:05

Jafningjahittingur krabbameinsgreindra í Snæfellsbæ

Lesa meira

03.02.2023 13:43

Erfið færð meðan lægð gengur yfir

Lesa meira

03.02.2023 13:30

Sundfólk Sundfélags Akraness stóð sig vel á RIG

Lesa meira

03.02.2023 13:01

Skráning hafin í Hæfileikakeppni Arnardals

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Á fundi atvinnumálanefndar Dalabyggðar 28. nóvember sl. var rætt um vegaframkvæmdir í sveitarfélaginu. Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri á starfsstöð Vegagerðarinnar í Búðardal, kom á fundinn og fór yfir stöðuna. Fram kemur í fundargerð að „einungis níu sveitarfélög á landinu séu með lengra vegakerfi en Dalabyggð og ekkert þeirra er með jafn hátt hlutfall malarvega innan sinna marka.“ Þá segir nefndin það ljóst að fækka þurfi þessum kílómetrum. „Í viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalabyggð er talað um mokstur tvo daga í viku (mánudag og föstudag). Reynsla síðustu ára sýnir að það er ekki nóg, færa þarf mokstur upp í þrjá daga í viku og taka samtal við Vegagerðina þar um,“ segir í fundargerð. Vill atvinnumálanefnd því beina því til sveitarstjórnar að Dalabyggð geri tillögu að forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Það rímar við þær umræður sem upp spruttu á opnum fundi um Samfélagsvegi sem haldinn var í Árbliki 21. nóvember sl. en þar gagnrýndu nokkrir íbúar ástand veganna í sveitarfélaginu og hvöttu til þess að þeir væru þjónustaðir betur.