Fréttir
Frá íbúafundi í Dölum nýverið þar sem Samfélagsvegir voru kynntir. Sambærilegur fundur verður í Stykkishólmi annað kvöld. Ljósm. gbþ

Opinn fundur í Stykkishólmi um samfélagsvegi

Opinn fundur verður haldinn í fundarsal á 3. hæð í Ráðhúsinu í Stykkishólmi á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 18:00. Á fundinum kynnir Haraldur Benediktsson, alþingismaður, samfélagsvegi - nýja hugsun í vegagerð með sérstöku tilliti til Skógarstrandarvegar. Ásamt Haraldi taka einnig til máls Gísli Gíslason, fyrrverandi stjórnarformaður Spalar og Ómar Örn Tryggvason, forstöðumaður sértækra fjárfestinga hjá Summu. Fundarstjóri er Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri.

Opinn fundur í Stykkishólmi um samfélagsvegi - Skessuhorn