2. október 2021
Í tilkynningu frá Vesturlandsdeild RKÍ kemur fram að fatagámur Rauða krossins í Borgarnesi hefur nú verið færður og er við Íþróttahúsið. „Við þökkum fyrir ykkar framlag til Rauða krossins og til umhverfismála um leið og við minnum á að einnig er hægt er að fara með fatnað í Gámastöðina á Sólbakka. Það er alveg bannað að skilja eftir poka eða dót fyrir utan fatagáminn. Göngum snyrtilega um og njótum þess að láta gott af okkur leiða,“ segir í tilkynningu frá Vesturlandsdeild RKÍ.