Komið með Baldur að landi í Stykkishólmi í sumar eftir að aðalvél skipsins bilaði. Ljósm. úr safni/sá.
2. október 2021
Eitt tilboð barst Vegagerðinni þegar auglýst var útboð ferju til leigu til siglinga á Breiðafirði í stað ferjunnar Baldurs. Útboðið var um leigu á skipi án áhafnar í fimm mánuði, frá 1. janúar 2023 til 31. maí 2023, með möguleika á að kaupa skipið. Tilboðið sem barst var frá Torghatten Nord AS í Noregi og hljóðaði upp á 2.082.530 evrur sem eru ríflega 300 milljónir íslenskra króna. Í kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir kostnaði upp á 1.400.000 evrur, eða ríflega 200 milljónir sé miðað við að evran standi í 146 krónum. Var tilboðið því nær 50% hærra en ráð var gert fyrir. Vegagerðin fer nú yfir tilboðið.