
Við fiskeldiskví. Ljósm. af heimasíðu Arnarlax.
Arnarlax fær 120 milljóna króna stjórnvaldssekt
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta. Alls hafði 132.976 löxum verið komið fyrir í kvínni í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 laxar,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.