2. október 2021
Útvarp Akranes er í hugum margra Skagamanna órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum en útvarpað er ætíð fyrstu helgina í aðventu. Nú klukkan 13 í dag fór í loftið fyrsti dagskrárliður útvarpsins Skaginn syngur inn jólin í umsjón Óla Palla. Þetta er í 35. skipti sem Útvarp Akraness fer í loftið og er dagskráin fjölbreytt í ár fjölbreytt en þar eru gamlir þættir í bland við nýja. Útvarpað er á FM 95,0 og á www.iasund.is alla helgina.