Fréttir
Frá opnum fundi um Samfélagsvegi sem haldinn var í Árbliki mánudaginn 21. nóvember.

Samfélagsvegir kynntir fyrir íbúum í Dölum

Opinn fundur var haldinn í Árbliki í Dölum sl. mánudagskvöld þar sem Haraldur Benediktsson alþingismaður kynnti hugmynd sem hann hefur unnið að í nokkurn tíma, um Samfélagsvegi. Skessuhorn greindi frá því í október að Haraldur hefði haldið slíkan fund í Húnaþingi vestra 4. október við góðar viðtökur heimamanna þar. Haraldur imprar reyndar á því að ekki sé um að ræða nýja hugmynd heldur sé þetta einungis útfærsla á því hvernig hægt er að nálgast þá vegi sem eru þegar á samgönguáætlun og flýta endurbyggingu á þeim. Þá var tekið dæmi um veg 54 um Skógarströnd. Það er stofnvegur sem er á samgönguáætlun 2020-2034 en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við endurbyggingu þess vegar verði fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, 2030-2034.

Samfélagsvegir kynntir fyrir íbúum í Dölum - Skessuhorn