Flatirnar í Stykkishólmi, þar var byrjað að Led-væða í síðustu viku.
Ljósm. Stykkishólmsbær
2. október 2021
Fyrir helgi hófst á ný LED-væðing götuljósa í Stykkishólmi. Samkvæmt frétt á heimasíðu bæjarins verður byrjað á að endurnýja ljós á flötunum og í framhaldi verður skipt um hausa á stærstu staurunum í bænum. Samhliða því verður gert við bilaða staura og unnið áfram að þessu næstu daga. Sveitarfélagið tók við ljósastaurum af Rarik árið 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum lömpum og LED lampar settir í staðinn. Þetta bætir lýsingu og sparar rekstrakostnað á götulýsingu í Stykkishólmi umtalsvert. Búið er að LED-væða Ægisgötu, Tangagötu, Bókhlöðustíg, suðvesturenda Höfðagötu, Hamraenda, göngustíg á íþróttasvæði, ásamt bílastæðum við grunnskólann og Stykkishólmskirkju.