2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir21.11.2022 15:30
Séð yfir Borgarnes. Ljósm. mm

Gatnaframkvæmdir í gangi á Borgarbraut

08.02.2023 11:01

Netin tekin upp og haldið til hafnar

Lesa meira

08.02.2023 10:01

Einn öflugasti leitardróni landsins kominn á Akranes

Lesa meira

08.02.2023 09:01

Afmælisblað í stóru upplagi í næstu viku

Lesa meira

08.02.2023 08:02

Lífið er núna dagurinn á morgun, 9. febrúar

Lesa meira

08.02.2023 06:01

Segir ömurlegt að þurfa að ströggla við að leita réttar síns

Lesa meira

07.02.2023 15:38

Sigrún fórnar hárinu síðdegis á morgun safnist milljón

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Stefnt er að því að malbika Borgarbraut í Borgarnesi, frá Egilsgötu og upp fyrir Borgarbraut 15, í þessari viku ef veður leyfir. Náist það hefst vinna við yfirborðsfrágang, eins og hellulögn og kantsteina. Vonir standa til að ná að klára þessa vinnu sem fyrst en ljóst er að það þurfti að endurnýja meira af gangstéttum en gert var ráð fyrir í upphafi.

Fram kemur á heimasíðu Borgarbyggðar að í beinu framhaldi hefjist vinna við að endurnýja lagnir og götu frá Borgarbraut 15 upp að gatnamótum Skallagrímsgötu og Borgarbrautar. Er um að ræða áfanga sem átti að fara í á næsta ári miðað við upphaflega áætlun en ákveðið var að fara í þennan hluta núna strax til að hægt sé að fjarlægja hjáleiðina í gegnum Kveldúlfsvöll.

„Þegar búið verður að malbika fyrsta hlutann verður gatan opnuð fyrir umferð en þó þarf að aka varlega um svæðið þar sem áfram verður unnið að því að merkja svæðið og huga að frágangi,“ segir í tilkynningu á borgarbyggd.is.