Fréttir
Fulltrúar verðlaunahafa. Sitjandi eru Herborg Svala Hjelm frá Hótel Varmalandi, Caroline Langhein frá Gunnlaugsstöðum og Steinunn Árnadóttir. Á myndina vantar Hilmar og Dórótheu, eigendur Kjartansgötu 20. Fyrir aftan eru nefndarmenn og starfsmaður hennar. F.v: Hrafnhildur Tryggvadóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Þórður Brynjarsson, Þorsteinn Eyþórsson og Kristján Á. Magnússon. Ljósm. mm.

Umhverfisverðlaun Borgarbyggðar afhent

Í gær voru hin árlegu umhverfisverðlaun Borgarbyggðar afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Að venju var það umhverfis- og landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins sem veitti verðlaunin og stýrðu samkomunni þær Sigrún Ólafsdóttir formaður nefndarinnar og Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála. Auglýst var eftir tilnefningum frá almenningi um hvaða garðar, býli eða fyrirtæki verðskulduðu að hljóta verðlaun fyrir árið 2022. Nefndin safnaði saman þeim tilnefningum sem bárust og fór í vettvangsferðir til að meta aðstæður. Einnig var samfélagsviðurkenning afhent. Verðlaunahöfum var afhent birkiplanta frá Páli og Ritu í Grenigerði auk viðurkenningarskjals og gjafar úr Ljómalind.

Umhverfisverðlaun Borgarbyggðar afhent - Skessuhorn