
Jalen Dupree var með 23 stig og 19 fráköst á móti Álftanesi. Hér í leik fyrr í vetur á móti Hamri. Ljósm. vaks
Skagamenn stóðu í Álftnesingum
Álftanes og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Forsetahöllinni á Álftanesi. Í fyrsta leikhluta var nánast jafnt á öllum tölum og munurinn aldrei meiri en fjögur stig á milli liðanna. Dúi Þór Jónsson hitti úr tveimur vítum fyrir heimamenn undir lokin og sá til þess að staðan var 21:17 Álftanesi í vil. Um miðjan annan leikhluta minnkaði Jalen Dupree forskotið í aðeins tvö stig með þriggja stiga stökkskoti fyrir ÍA og staðan 28:26 Álftanesi í vil. Þegar tæpar þrjár mínútur voru í hálfleik var staðan jöfn 36:36 en þá settu heimamenn þrjá þrista niður í röð á skömmum tíma og staðan í hálfleik 47:41 Álftanesi í hag.