Fréttir

Varasamt að aka fyrir Hafnarfjall í dag

Í dag verður austanátt við suðvestanvert landið, 15-23 m/s á Faxaflóasvæðinu. Vegagerðin bendir á að búast megi við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Við þær aðstæður er varasamt að vera á ferðinni með ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Hviðurnar í austanáttinni í dag verða snarpastara á Kjalarnesi og við Hafnarfjalli á milli klukkan 14 og 18. Vegagerðin bendir á að við Hafnarfjall verði sérlega varasamt að vera á ferðinni þar sem vindur stendur beint af fjallinu.

Varasamt að aka fyrir Hafnarfjall í dag - Skessuhorn