Fréttir
Hægt er að panta Heiddukökur í Kallabakaríi en það eru kökur sem Heiðrún Lára Tómasdóttir skreytir í sínum stíl. Ljósm. Unnur Jónsdóttir.

„Það skiptir máli að kökurnar séu góðar á bragðið, ekki bara fallegar“

Heiðrún Lára Tómasdóttir er 28 ára kökuskreytir á Akranesi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún er yngst fimm systkina en foreldrar hennar eru þau Marta Sigurðardóttir og Tómas Sigurðsson. Heiðrún segist frá unga aldri hafa haft gaman af því að föndra og skreyta, hún er listræn en ásamt því að vera með þrjár diplómur í kökuskreytingum er hún förðunarfræðingur frá Mood make up school. Hún segir það þó ekki eiga vel við sig að sitja á skólabekk. „Það hentar mér vel að vinna og mér finnst lang skemmtilegast að vinna á fótunum því ég þarf að vera aktív allan daginn. Ég er ekki skólakona.“ Heiðrún vinnur nú í Kallabakaríi á Akranesi þar sem hún bakar og skreytir sínar eigin kökur, Heiddukökur, auk þess að aðstoða við matseld og afgreiðslu. Blaðamaður heimsótti Heiðrúnu Láru í vinnuna á dögunum og ræddi við hana um allt sem tengist kökum og kremi.

„Það skiptir máli að kökurnar séu góðar á bragðið, ekki bara fallegar“ - Skessuhorn