Fréttir

Landsréttur féllst á varakröfu Gunnlaugs fyrrum sveitarstjóra

Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti síðastliðinn föstudag dæmt til þess að greiða Gunnlaugi A Júlíussyni fyrrverandi sveitarstjóra tæpar 3,7 milljónir króna í bætur fyrir uppsögn í starfi. Fallist var á varakröfu hans í málinu, en upphaflega fór Gunnlaugur fram á 60 milljónir króna í bætur. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið jafnframt til að greiða honum þrjár milljónir króna í málskostnað fyrir héraði og í Landsrétti.

Landsréttur féllst á varakröfu Gunnlaugs fyrrum sveitarstjóra - Skessuhorn