Áskell í löndun. Ljósm. af.
2. október 2021
Veðrið upp á síðkastið hefur ekki verið hagstætt fyrir smærri báta sem gera út frá höfnum Snæfellsbæjar. Þegar hins vegar hefur lygnt hafa aflabrögð verið mjög góð. Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH frá Ólafsvík hefur hins vegar ekki slegið slöku við að undanförnu og þar er róið stíft, en á bátnum eru tvær áhafnir sem róa til skiptis tvær vikur í senn og svo tvær vikur í fríi. Þessi mynd er tekinn þegar Tryggvi Eðvars var að landa 25 tonnum af fiski í Ólafsvík eftir tvær lagnir og er Áskell Magnússon skipverji á myndinni.