
Tindur í þurrkun hjá eigendum sínum.
Þveginn og þurrkaður þegar þarf
Tindur, sem er búsettur á Akranesi, er hundur af Samójed tegund, mongólskir að uppruna. Hlutverk þessara hunda var að starfa fyrir hreindýrahirðingja, notaðir til að gæta dýranna og draga sleða ásamt því að vera sérlega góðir félagar. Þá höfðu þeir það hlutverk að veita börnunum hlýju í hirðingatjöldunum, enda feldur þeirra einkar hlýr og geðslag hundanna sömuleiðis. Samójedhundar eru ákaflega vel aðlagaðir hinum miklu kuldum norðurhjarans en reynslan hefur sýnt að þeir eru einnig góðir heimilishundar.