Íþróttir
Snæfell er á ansi góðu skriði þessa dagana í körfunni. Ljósm. sá

Snæfell vann sinn sjöunda sigur í röð

KR og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Meistaravöllum í Vesturbænum. Fyrir leik voru liðin jöfn með tólf stig í deildinni ásamt Þór Akureyri í 2. til 4. sæti og því um toppslag að ræða. Það skildi lítið á milli liðanna í fyrsta leikhluta, eftir sex mínútna leik var staðan jöfn 13:13 og Snæfell fór með eins stigs forskot inn í annan leikhluta, staðan 23:24. Það var lítið skorað fyrstu mínúturnar í honum og allt í jafnvægi á milli liðanna. En þá hrökk varnarleikur Snæfells í gang á sama tíma og Cheah Rael Whitsitt í liði Snæfells tók sig til og skoraði tíu stig gegn engu stigi KR seinni hluta leikhlutans, staðan í hálfleik 29:40 Snæfelli í vil.

Snæfell vann sinn sjöunda sigur í röð - Skessuhorn