
Brák afhent fjölnota björgunartæki til frjálsra afnota
Nýverið hljóp á snærið hjá Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi. Sveitinni var afhent til frjálsra afnota fjölnota björgunartæki sem gefur, að sögn Elínar Matthildar Kristinsdóttur formanns sveitarinnar, mikla möguleika til leitar og björgunar við erfiðustu aðstæður. Um er að ræða „All terrain“ snjóbíl af gerðinni Hägglund gerður hefur verið upp frá A til Ö.
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }
„Þessi bíll er í raun einstakur,“ segir Elín Matthildur. „Hann var gerður upp í þeim tilgangi að vera notaður í leiðangur Ragnars Axelssonar ljósmyndara til Síberíu, en sú ferð átti að vera hluti af Norðurslóðaverkefninu. Bíllinn er innréttaður þannig að fjögur sæti eru í fremri vagninum og tveir bekkir í þeim aftari, sem einnig er hægt að nota undir börur, jafnvel fjórar ef við setjum kojurnar upp. Bíll af þessari gerð þolir afar mikið frost og í rauninni er hægt að fara út á honum í öllum veðrum. Hægt er að aka honum yfir jökla og mýrar og raunar einnig sigla honum á vatni. Eftir að Úkraínustríðið braust út varð ekkert af ferð Ragnars til Síberíu. Ólafur Ólafsson er eigandi bílsins og vinur Raxa, en Ólafur er eins og kunnugt er uppalinn í Borgarnesi og var auk þess sjálfur félagi í Björgunarsveitinni Brák á sínum tíma. Ólafur ákvað að leggja sveitinni til bílinn til frjálsra afnota og erum við honum afar þakklát fyrir,“ segir Elín Matthildur.
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }
Nú mun hópur björgunarsveitarfólks í Brák taka bílinn að sér, læra á allan búnað og hefja æfingar. Bíllinn fær pláss í nýju björgunarmiðstöðinni við Fitjar. „Þessi bíll er búinn ótrúlegustu tækjum og búnaði og er í raun lúxus útgáfa af Hägglund sem almennt gengur undir nafninu All terrain, því þeir nýtast við fjölbreyttar aðstæður. Bíllinn er búinn ótrúlegasta búnaði á borð við gervihnattatæki, kaffikönnu og bara nefndu það. Hann er með gott leiðsögutæki og við munum auk þess bæta við tetrastöð og loftneti. Yfirbyggingin er öll nýuppgerð að innan með bólstruðum innréttingum, öflugum hiturum og úrvals aðstöðu, þannig að hann er talsvert ólíkur gamla Hrolli, snjóbílnum sem Brák átti fyrir nokkuð löngu síðan. „Við sjáum fyrir okkur að þetta björgunartæki muni nýtast vel þegar sinna þarf leit og björgun við erfiðustu veðuraðstæður. Við getum farið með bílinn upp á jökla, út í verstu veður þar sem jafnvel ekki er hægt að koma við öðrum bílum eða tækjum. Þá fylgir einnig með vörubíll sem notaður verður til flutnings nær vettvangi leitar eða björgunar,“ segir Elín Matthildur.
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }
{ "name": "core/embed", "attributes": { "caption": "", "allowResponsive": true, "responsive": true, "previewable": true, "url": "https://youtu.be/Wy0SapJ1PXY", "type": "video", "providerNameSlug": "youtube", "className": "wp-embed-aspect-4-3 wp-has-aspect-ratio" }, "saveContent": "\r\n<figure class=\"wp-block-embed is-type-video is-provider-youtube wp-block-embed-youtube wp-embed-aspect-4-3 wp-has-aspect-ratio\">\r\n<div class=\"wp-block-embed__wrapper\">https://youtu.be/Wy0SapJ1PXY</div>\r\n</figure>\r", "innerBlocks": [] }