Fréttir
Mæling á blóðsykri í Hyrnutorgi í nóvember 2014. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Boðið verður upp á blóðsykursmælingu í Borgarnesi í næstu viku

Boðið verður upp á blóðsykursmælingar í Borgarnesi í næstu viku. Hún er á vegum Lionsklúbbsins Öglu. Mælingin verður í fjóra daga, 15.-18. nóvember, á milli klukkan 11 og 12 og svo síðdegis frá klukkan 16 til 18 í Hyrnutorgi. „Við hvetjum sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri og huga vel að heilsunni,“ segir í tilkynningu frá Lionsklúbbnum.

Boðið verður upp á blóðsykursmælingu í Borgarnesi í næstu viku - Skessuhorn