Fréttir
Greinahöfundar standa hér við söguskilti í Akraneshöllinni sem sýna upphaf Knattspyrnufélagsins Kára og Knattspyrnufélags Akraness. F.v. Gísli, Haraldur, Gunnar, Jón og Þröstur.

Hvetja bæjaryfirvöld til að glata ekki sterkri ímynd

„Aðstaðan á Jaðarsbökkum mætir ekki kröfum. Til þess að stuðla að áframhaldandi sterkri ímynd Akraness sem íþrótta- og knattspyrnubæjar er bæjarfélaginu og íþróttahreyfingunni brýnt að sameinast um bætta aðstöðu knattspyrnufélagsins á Jaðarsbökkum. Að glata sterkri ímynd og öflugu æskulýðs- og afreksstarfi er ekki valkostur.“ Þetta eru lokaorð í aðsendri grein í Skessuhorni í dag sem fimm áhugamenn um knattspyrnu á Akranesi, þeir Gísli Gíslason, Gunnar Sigurðsson, Haraldur Sturlaugsson, Jón Gunnlaugsson og Þröstur Stefánsson rita. Í greininni fara þeir nokkrum orðum um knattspyrnubæinn sem sé hugtak sem eigi sannarlega við um Akranes. Þar skrifa þeir um „Enska deildina,“ nýútkomna bók Björns Þórs Björnssonar og knattspyrnubæinn sinn.

Hvetja bæjaryfirvöld til að glata ekki sterkri ímynd - Skessuhorn