
Eva Björg Ægisdóttir heimsótti FVA
Nemendur, kennarar og aðrir gestir fjölmenntu í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í morgun þar sem Eva Björg Ægisdóttir metsöluhöfundur hélt erindi. Þar sagði hún frá reynslu sinni af því að skrifa bækur og hvernig hún endaði á þeim stað að verða rithöfundur og geta unnið við það eitt.