Fréttir
Landeigendur Búða, Háls og Kirkjufellslands skoðuðu á laugardaginn uppgönguna og skiltið við upphaf gönguleiðarinnar á Kirkjufell. Ljósm. tfk.

Uppganga á Kirkjufell bönnuð fram yfir varptíma næsta vor

Landeigendur Kirkjufells við Grundarfjörð komu saman til fundar á laugardaginn, ásamt bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar, fulltrúum viðbragðsaðila og Ferðamálastofu. Jarðirnar sem eiga land að fjallinu eru Kirkjufell, Háls og Búðir. Sendu þeir í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Til fundarins var boðað vegna tíðra og alvarlegra slysa í fjallinu, en þar hafa þrír látist á undanförnum fjórum árum. Rædd voru viðbrögð við stigmögnuðum fjölda ferðamanna sem leggur leið sína að Kirkjufelli og fjölda alvarlegra slysa sem hlotist hafa við uppgöngu á fjallið. Rædd voru viðbrögð og ráðstafanir til að bæta öryggi allra sem leggja leið sína að og á Kirkjufell.

Uppganga á Kirkjufell bönnuð fram yfir varptíma næsta vor - Skessuhorn