
Nýskipuð stjórn Samtaka þörungafélaga. Frá vinstri Tryggvi Stefánsson, Sigurður Pétursson, Kristinn Árni L. Hróbjartsson og Áshildur Bragadóttir. Á myndina vantar Eydísi Mary Jónsdóttur.
Stofnuð hafa verið Samtök þörungafélaga
„Ísland á mikla möguleika á að verða leiðandi í nýsköpun og framþróun ræktunar og framleiðslu afurða úr þörungum ef rétt er haldið á spöðunum,“ segir í tilkynningu frá nýstofnuðum Samtökum þörungafélaga á Íslandi (e. Algae Association of Iceland, AAI). Fyrsti fyrsti stjórnarfundur hinna nýstofnuðu samtaka fór fram síðastliðinn fimmtudag. Stofnendur félagsins eiga það sameiginlegt að stunda sjálfbæra öflun, ræktun, rannsóknir, fræðslu, vinnslu, vöruþróun og sölu á afurðum tengdum þörungum. Yfir 20 fyrirtæki og stofnanir standa að stofnun félagsins.