Fréttir

Íbúafjöldi á Akranesi að nálgast átta þúsund

Íbúar á Vesturlandi voru 17.462 talsins þriðjudaginn 1. nóvember síðastliðinn. Á ellefu mánaða tímabili frá 1. desember 2021 og til 1. nóvember sl. hefur fjölgað í öllum sveitarfélögum á Vesturlandi, utan Dalabyggðar þar sem fækkar um fjóra á tímabilinu, eða um 0,6%. Athygli vekur að nú vantar einungis 52 upp á íbúafjöldann á Akranesi nái átta þúsund.

Íbúafjöldi á Akranesi að nálgast átta þúsund - Skessuhorn