Ljósm. úr safni
2. október 2021
Umferðin í nýliðnum október jókst um 1,9% miðað við sama mánuð á síðasta ári skv. upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Umferðin jókst á öllum landssvæðum en mest um Austurland, um rúm 8%, og minnst við höfuðborgarsvæðið, tæpt 1%, miðað við október í fyrra. Nú stefnir í að 2022 verði umferðarmesta árið á Hringveginum hingað til en fyrra met er frá árinu 2019.