Nú rétt í þessu var lýst kjöri í kosningu um formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn er í Laugardalshöllinni. Alls kusu 1.712 og voru gild atkvæði 1.700. Bjarni Benediktsson hlaut góða kosningu; 1.010 atkvæða eða 59,4% greiddra atkvæða. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk 687 atkvæði eða 40,4%. Aðrir fengu 3 atkvæði.
Bjarni hélt í kjölfarið sigurræðu, þakkaði gott traust flokksmanna og endaði ræðu sína á að; „hjarta mitt stækkaði töluvert mikið.“ Í kjölfarið fylgdi dynjandi lófaklapp. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði Bjarna innilega til hamingju með glæsilegt kjör og hvatti menn til dáða.
Í kjölfarið fer fram kosning um varaformann þar sem Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir er ein í kjöri. Loks verður kosið um ritara hvar þrír eru í kjöri.