
Frá útgáfuhófi í Bókakafffinu í Ármúla fyrr í haust.
Veisla fyrir bókaorma
Bókamessa verður haldin að Háaleitisbraut 66 í Reykjavík, í safnaðarheimili Grensáskirkju í Reykjavík, á morgun, laugardaginn 5. nóvember frá kl. 12-18. Þar verða bæði splunkunýjar jólabækur og margskonar rarítet fyrri ára á kjarapöllum. Alls verða 12 nýjar bækur kynntar með upplestri en auk þess kemur valkyrjuhópurinn Kvæðakonan góða fram og kynnir væntanlega endurútgáfu á Íslenskri matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur (1952-2007).