
Hvítir gerðu hvað sem þeir gátu í reiptoginu. Ljósmyndir: vaks
Fjör á Skammhlaupi í FVA
Skammhlaup 2022 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór fram í gær. Það var nú haldið í annað sinn á þessu ári en því hafði áður verið frestað síðustu tvö ár vegna faraldursins. Skammhlaupið var fyrst haldið árið 1999 og megintilgangurinn alltaf verið sá að brjóta upp kennsluna í skólanum og hafa smá fjör og gaman í bland við fíflagang. Alls kepptu í ár sex lið nemenda sem var skipt upp eftir litum og voru um 50 manns í hverju liði.