
Föstudaginn 4. nóvember fengu 21 verkefni styrk úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, við hátíðlega athöfn að Laugum í Sælingsdal. Á nýju ári mun Dalabyggð halda áfram að vinna með verkefnið DalaAuð í samstarfi við Byggðastofnun. Ljósm. gbþ
DalaAuður úthlutar styrkjum til 21 verkefnis
Í dag fengu 21 verkefni styrk úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, við hátíðlega athöfn að Laugum í Sælingsdal. Þetta var fyrsta úthlutun úr sjóðnum og var heildarupphæð styrkjanna 12.250.000.- kr en lagt er upp með að úthlutað verði styrkjum úr sjóðnum árlega næstu ár, á meðan verkefnið DalaAuður er í gangi.