Helena ráðin framkvæmdastjóri badmintonfélagsins
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Badmintonfélag Akraness hefur ráðið Helenu Rúnarsdóttir sem framkvæmdastjóra félagsins. Helena þekkir vel til félagins enda æfði hún badminton frá 11-19 ára aldri. Einnig hefur hún verið yfirþjálfari félagins síðan 2019. Helena er með BSc í íþróttafræði og með MEd í íþróttafræði með áherslu á heilsuþjálfun og kennslu. Hún er að kenna íþróttir í Grundaskóla og hefur verið þar síðan haustið 2017 en byrjaði að kenna 2014 samhliða masternámi. Hún hefur einnig verið að kenna ýmsa hóptíma og einkaþjálfun á árunum 2011-2016. Helena er gift Rúnari Bergmann Gunnlaugssyni og eiga þau saman tvær dætur Móeiði Bergmann og Emilíu Bergmann. „Við erum mjög ánægð með að geta styrkt starfið hjá félaginu og höldum áfram að gera badminton að eftirsóknarverðri íþrótt á Akranesi.“ segir í tilkynningu á FB síðu félagsins.",
"innerBlocks": []
}