
Ensku húsin, elsti hlutinn fyrir miðju myndar. Ljósm. gj.
Ensku húsin skipta um eigendur
Margir kannast við Ensku húsin sem standa við Langá á Mýrum um 7 kílómetra vestur af Borgarnesi. Síðastliðin sextíu ár hafa þau verið í eigu fjölskyldu Ragnheiðar G. Jóhannesdóttur og eiginmanns hennar Stefáns Ólafssonar á Litlu-Brekku. En nú hefur orðið breyting á því og Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, hefur fest kaup á húsunum og því landi sem þeim tilheyrir. Þau eru einnig eigendur nágrannajarðarinnar Langárfoss.