Fréttir
Nú er byggingafyrirtækið Bestla með aðsetur á Garðabraut 1 og jafnframt byggingarréttinn á lóðinni. Kynna á næstkomandi mánudag tillögu að byggingu 51 íbúðar blokkar. Ljósm. mm.

Boða til kynningarfundar um skipulag fyrir Garðabraut 1 á Akranesi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Akraneskaupstaður kynnir nú vinnslutillögu að deiliskipulagi Garðabrautar 1. Boðað hefur verið til fundar mánudaginn 7. nóvember klukkan 17 á bæjarskrifstofunum við Dalbraut 4 en fundurinn verður jaframt í streymi í gegnum TEAMS. Hlekk á streymið má nálgast á FB síðu Akraneskaupstaðar. Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á vefsíðu kaupstaðarins að honum loknum. Hægt verður að senda inn spurningar á streymi á meðan á fundi stendur.\r\n\r\nFyrirhugað er niðurrif núverandi byggingar á Garðabraut 1, áður hús KFUM. Lóðin er á horni Þjóðbrautar og Garðabrautar. Skilgreindur verður byggingarreitur fyrir nýtt fjölbýlishús sem verður frá fjórum og upp í sjö hæðir. Í húsinu verður 51 íbúð.\r\n\r\nEftir kynninguna mun skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar ljúka gerð tillögunnar og leggja fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreinda skipulagstillögu verður frestur til að gera athugasemdir við hana að minnsta kosti 6 vikur sbr. ákvæði skipulagslaga.\r\n\r\nHér má sjá <strong><a href=\"https://www.akranes.is/static/files/5.Skipulag/221031-gardabraut-1_deiliskipulag.pdf\" target=\"_blank\" rel=\"noopener\">vinnslutillögu að deiliskipulagi </a></strong>og <a href=\"https://www.akranes.is/static/files/5.Skipulag/220324-dsk-lysing-gardabraut-1-akranesi-uppfaerd-3.10.2022.pdf\" target=\"_blank\" rel=\"noopener\"><strong>deiliskipulagslýsingu</strong></a>",
  "innerBlocks": []
}
Boða til kynningarfundar um skipulag fyrir Garðabraut 1 á Akranesi - Skessuhorn