Fréttir
Hús hinna framliðnu verður opið milli 18 og 20 í kvöld. Ljósm. stykkisholmur.is

Hrekkjavaka í Stykkishólmi í kvöld

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu og opnun á Húsi hinna framliðnu (Haunted house) fyrir þá sem þora í dag, miðvikudaginn 2. nóvember. Verkefnið vinnur foreldrafélagið í samstarfi við ungmenni í félagsmiðstöðinni og Norska húsið.\r\n\r\nHrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er stytting á All Hallows’ Evening sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu. Allraheilagramessa er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar og er haldin 1. nóvember víðs vegar um heim.\r\n\r\nFram kemur á heimasíðu Stykkishólmsbæjar að ákveðið hafi verið að fresta Hrekkjavökunni í Stykkishólmi þar sem grunnskólinn var í vetrarfríi og mörg börn ekki heima 31. október. Þess í stað verður blásið til leiks í dag, 2. nóvember. Fjölskyldur og vinir eru hvattir til að ganga í hús á eigin forsendum milli klukkan 18 og 20 þar sem börn safna sér sælgæti, eins og þekkt er. Gengið verður út frá þeirri reglu að banka megi upp á þar sem hús hafa verið merkt eða skreytt við eða á hurðina með skýrum hætti í tilefni Hrekkjavökunnar.\r\n\r\nÍ tilefni af Hrekkjavöku verður opnun á Húsi hinna framliðnu í Norska húsinu milli kl. 18 og 20 þar sem elstu bekkir grunnskólans verða með hrylling fyrir þá sem þora, gefa nammi og bjóða upp á andlitsmálningu. Hólmarar eru hvattir til að skreyta húsin sín og taka þátt í gleðinni.",
  "innerBlocks": []
}
Hrekkjavaka í Stykkishólmi í kvöld - Skessuhorn