Fréttir
Götulýsing við Sandabraut. Ljósm. vaks

Götulýsing á Akranesi tekur breytingum á næstunni

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "<p>Götulýsing á Akranesi kemur til með að taka breytingum á næstu árum og nýir þjónustuaðilar taka við. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í spjalli við Skessuhorn að ákvörðunin hafi verið tekin áður en Orka náttúrunnar ákvað að selja götulýsingarþjónustu sína en ON hefur annast götulýsingu Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Akraness um árabil. Akraneskaupstaður sagði upp samningnum við ON í mars en til stendur að skipta út lömpum, þ.e. ledvæða götulýsinguna og samhliða því verður boðin út þjónusta við breytta lýsingu og orkukaup.</p>\n<p> </p>",
  "innerBlocks": []
}

Orkuþörf og viðhald minnkar um allt að 70%

Hjá hverjum munið þið leita tilboða og hvað er innifalið í því? „Nú er verið að vinna útboðsgögn. Varðandi orkukaup þá eru átta raforkusalar á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá okkar ráðgjafa og búumst við að fá tilboð frá þeim öllum. Varðandi innkaup lampa, stýringar, viðhald og þjónustu þá verða þau útboð á almennum markaði,“ segir Sævar. Boðið verður út á mismunandi tímum, fyrsta útboðið verður á þessu ári og það síðasta í mars á næsta ári. Sævar Freyr segir að samningi ON um þjónustu og viðhald ljúki í maí 2023 og samningi um raforkukaup 1. janúar 2023. En býst bæjarfélagið við að ná að lækka kostnað miðað við það sem áður var? „Það verður að koma í ljós eftir útboð. Hins vegar er ljóst að með ledvæðingu minnkar orkuþörf og viðhald um allt að 70%. Þá teljum við að þessi nýja götulýsing verði betri því stýringin á henni er mun betri og ljósgæðin aukast þannig að litir í umhverfinu sjást betur og orkuþörf verður mun minni.“

Sævar Freyr segir að lokum að reiknað sé með að framkvæmdir við verkið hefjist vorið 2023 og stefnt er að því að þeim ljúki á árinu 2025.

Götulýsing á Akranesi tekur breytingum á næstunni - Skessuhorn