Fréttir
Komið með vélarvana Baldur til hafnar í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni.

Bæjarstjórn vill tryggja fyrirsjáanleika í ferjusiglingum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Á fundi í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt ályktun vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Þar var lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar við fyrirspurn frá 2. fundi bæjarráðs varðandi framgang og stöðu mála vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Bæjarstjórn fagnaði því að Vegagerðin hefur formlega auglýst eftir nýrri ferju sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan að unnið er að hönnun og smíði nýrrar ferju. „Vegna áskilnaðar í útboði Vegagerðarinnar um leigu á skipi með kauprétti áréttar bæjarstjórn mikilvægi þess að ríkið kaupi ferju á meðan unnið er að smíði nýrrar ferju þannig að tryggja megi fyrirsjáanleika í ferjusiglingum. Þá fagnar bæjarstjórn að ákalli bæjarstjórnar um bættan viðbúnað til tryggja betur öryggi sjófarenda hafi verið mætt með því að staðsetja dráttarbátinn Gretti sterka í Stykkishólmi.“\r\n\r\nÞá lagði bæjarstjórn í ályktun sinni þunga áherslu á að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri ferju í fjárlögum fyrir árið 2023 og að fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun endurspegli þá framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf. „Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti fest kaup á nýrri ferju á næsta ári og hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum. Bæjarstjórn skorar á innviðaráðherra og Alþingi að tryggja viðeigandi fjárheimildir í fjárlögum 2023 til leigu og kaups á nýju skipi og að innviðaráðherra og Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun.“",
  "innerBlocks": []
}
Bæjarstjórn vill tryggja fyrirsjáanleika í ferjusiglingum - Skessuhorn