2. október 2021
Tilboð Arionbanka, Landsbankans og Íslandsbanka um langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar var lögð fram á fundi bæjarráðs 20. október síðastliðinn og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Á fundi bæjarráðs 27. október samþykkti bæjarráð svo að taka tilboði Íslandsbanka sem var með hagstæðasta tilboðið. Bæjarstjóra var falin úrvinnsla málsins, að ganga frá samkomulagi við Íslandsbanka um fjármögnunina og að tilkynna öðrum bjóðendum um niðurstöðu.