
Barnasýningin Tindátarnir verður á Bókasafni Akraness í dag – tónlist eftir Soffíu Björg
Komedíuleikhúsið sýnir sýninguna Tindátarnir á Bókasafni Akraness kl. 17:30 í dag. Sýningin er byggð á ljóðabókinni Tindátarnir eftir Stein Steinarr og er sett upp í skuggaleikhúsformi. Sýningin er ætluð börnum á yngsta stigi leikskóla upp í eldri stig grunnskóla. Soffía Björg Óðinsdóttir, tónlistarkona frá Einarsnesi í Borgarfirði, semur tónlistina við verkið. Sýningin hefur verið sýnd í grunnskólum víða um land en tvær sýningar verða í Gaflaraleikhúsinu í Reykjavík 12. og 19. nóvember.