Fréttir
Hildur er hér með fulltrúum Skíðasvæðis Snæfellsness. F.v. Hólmfríður Hildimundardóttir, Guðmundur Pálsson, Hildur Sæmundsdóttir, Rut Rúnarsdóttir, Aðalsteinn Valur Grétarsson og Júlíus Már Freysson. Ljósm. tfk.

FISK styrkir Skíðasvæði Snæfellsness

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Skíðasvæði Snæfellsness hlaut á dögunum veglegan styrk til snjótroðarakaupa. Það var Fisk seafood sem gaf skíðadeildinni tvær milljónir til minningar um fyrrum eigendur Farsæls útgerðarinnar í Grundarfirði, en það voru bræðurnir Pétur, Halldór og Hermann Sigurjónssynir sem stofnuðu hana um miðja síðustu öld. Það var Hildur Sæmundsdóttir eiginkona Sigurjóns Halldórssonar fyrrum skipstjóra Farsæls SH sem færði skíðadeildinni styrkinn í nafni Fisk seafood en Hildur og Sigurjón voru ein af frumkvöðlum í því að setja upp skíðalyftu í Grundarfirði árið 1982. Styrkurinn mun koma sér vel því nú hefur markmiðinu verið náð í fjármögnun á nýjum snjótroðara sem er væntanlegur til Grundarfjarðar.",
  "innerBlocks": []
}
FISK styrkir Skíðasvæði Snæfellsness - Skessuhorn