Fréttir
Nemendur FVA í Berlín. Ljósm. aðsend

Öflugt alþjóðlegt samstarf í FVA

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Alþjóðleg starfsemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur skiljanlega verið í nokkurri lægð vegna heimsfaraldursins sl. tvö ár en er nú farin af stað af fullum krafti. Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari segir það nauðsynlegt hverju ungmenni að kynnast öðrum þjóðum og fjölbreytilegri menningu. Alþjóðasamstarf í FVA sé öflugt og feli í sér samstarfsverkefni á ýmsum sviðum skólastarfs. „Það snýst bæði um að efla samstarf milli starfsfólks skóla víðsvegar um Evrópu og gera nemendum okkar kleift að taka þátt í menntandi verkefnum, auka víðsýni og lýðræðis- og borgaravitund þeirra – en ekki síður að eignast vini og hafa gaman sem er ekki síður miklvægt.“ Hún bætir því við að Helena Valtýsdóttir sem er alþjóðafulltrúi skólans hafi annast erlent samstarf af mikilli elju.\r\n\r\n<strong>Erasmus aðild</strong>\r\n\r\nAlþjóðasamstarfið hefur verið nátengt umhverfisverkefnum en tækifærin eru vissulega á fleiri sviðum. FVA hefur nú fengið Erasmus+ aðild sem gildir til ársins 2027 og staðfestir sterka stöðu skólans í erlendu samstarfi. Aðildin þýðir að starfsfólk og nemendur taka þátt í verkefnum, komast á námskeið og í skiptinám með einfaldri umsókn og losna við mikla skriffinnsku.\r\n\r\nKennarar í nokkrum skólum í Evrópu hafa nú lýst yfir áhuga á að koma í heimsókn í skólann og einnig að bjóða fulltrúum hans í heimsókn. Þetta kemur m.a. í kjölfar þátttöku skólans á tengslaráðstefnum og samskipta gegnum eTwinning. Um er að ræða fimm kennara og hafa tveir verknámskennarar hjá okkur sýnt áhuga á verkefninu en mikilvægt er að skapa tengsl við iðngreinar og atvinnulíf erlendis.\r\n\r\n<strong>Verkefni í gangi</strong>\r\n\r\nFyrirhugað var að ljúka samstarfsverkefni sem heitir <u>Green Schools for the Future</u> á síðasta skólaári. Haustið 2021 fór alþjóðafulltrúi með fjórum nemendum í fyrstu nemendaferð þessa verkefnis. Í ljósi fjölgunar  kórónuveirusmita á þeim tíma var afráðið að halda áfram með verkefnið með netfundum við samstarfsþjóðirnar (Ísland, Ítalía og Kýpur). Lokafundur var svo haldinn í Aþenu í vor og fóru tveir kennarar og einn nemandi þangað.\r\n\r\nNú er að vakna <u>Nordplus verkefnið Education Lighthouse</u>, sem er unnið í samstarfi við Finnland og Litháen, en það lognaðist út af um hríð vegna COVID-19. Fimmtán manna hópur frá FVA fór til Finnlands í tengslum við verkefnið en ekkert varð síðan af því að gestgjafarnir gætu endurgoldið heimsóknina. En nú er stefnt að því að ljúka þessu verkefni, en reyndar með öðrum nemendum en upphaflega. Í lok mánaðarins kemur því hópur nemenda frá þessum löndum til Akraness ásamt kennurum sínum og í janúar er ráðgert að nemendur og kennarar FVA fari til Litháen.\r\n\r\n[gallery columns=\"1\" size=\"large\" ids=\"57101\"]\r\n\r\n<strong>Menning og mál</strong>\r\n\r\nÍ vor var fyrsti fundur <u>Be Green</u> verkefnis í París sem alþjóðafulltrúi sótti fyrir hönd skólans. Samstarfslöndin eru Frakkland, Búlagaría, Ítalía, Tyrkland og Grikkland. Fimm kennarar sóttu næsta fund á Krít sem var í júní og var yfirskriftin „From Seed to Spoon“. Skoðuð var lífræn ræktun, hefðbundin matargerð og þjóðgarðar. Helena alþjóðafulltrúi flutti erindi um umhverfismál á Íslandi, Akranesi og innan FVA. Núna eru Anna Bjarnadóttir og Ólöf H. Samúelsdóttir með þremur nemendum í Tyrklandi til að vinna áfram að verkefninu og kynna skólann.\r\n\r\nMarkvisst er hvatt til endurmenntunar og starfsþróunar í FVA, m.a. í fréttabréfi skólans sem allir geta verið áskrifendur að. Hópur starfsfólks heimsótti á vordögum þrjá ólíka framhaldsskóla í Kaupmannahöfn og var það skemmtileg ferð og góður innblástur. Forstöðumaður bókasafns FVA sótti frábæra ráðstefnu í Helsinki í sumar. Þá er í boði að taka valáfanga í alþjóðlegu samstarfi nú á vorönn sem felur m.a. í sér ferðalög. Að lokum má nefna að vettvangsferðir hafa verið fastir liðir í valáföngum í FVA um árabil og hópur nemenda í valáfanga í þýsku dvaldi í Berlín á dögunum undir leiðsögn Kristínar L. Kötterheinrich sem þekkir þar hverja þúfu.\r\n\r\n„Nú er auðveldara en nokkru sinni að eiga samskipti við fólk án staðsetningar í gegnum netið. Engu að síður er mik­il­vægt að byggja einnig upp öfl­ugan samstarfsvettvang fyrir nemendur okkar og starfsfólk til að eiga samskipti í raunheimi og kynnast margvíslegri menningu, viðhorfum og tungumáli. Það er mik­il­vægt til að við getum tek­ist á við áskor­anir framtíðar á far­sælan hátt,” segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari.",
  "innerBlocks": []
}