
Starfsstöð Hafró í Ólafsvík.
Hafró lokar og starfsmanni boðið að segja sjálfur upp
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Starfsmanni Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík (Hafró) hefur borist bréf um að starfsstöðinni þar verði lokað frá og með 1. janúar 2023, vegna uppsagnar á samningi um reksturinn. Fram kemur ennfremur að undirbúningur lokunarinnar sé þegar hafinn.\r\n\r\nÍ bréfinu er tekið fram að af þessum sökum sé starfsmanninum boðið starf á öðrum starfsstöðvum Hafró. Næsta útibú stofnunarinnar er staðsett á Hvanneyri. Þangað eru um 135 km og yfir fjallveg að fara. Auk þess er tekið fram í áðurnefndu bréfi að með því að afþakka starf á annarri starfsstöð sé litið á það sem uppsögn af hálfu starfsmannsins. Því virðist sem afarkostir séu í boði og ekki er vitað hvaða áhrif eigin uppsögn hefur á rétt viðkomandi til atvinnuleysisbóta.\r\n\r\nVitað er að bæjarstjórn er ekki sátt við ákvörðun Hafró um að hætta rekstri í Ólafsvík og sagði bæjarstjóri við Skessuhorn fyrir nokkru að blóðugt sé að fjármunir hverfi með þessum hætti úr samfélaginu og enn verra að mönnum finnist sjálfsagt að fækka störfum úti á landi. En nú virðist sem baráttan sé töpuð. En ofangreint vekur spurningar um hvernig stofnunin hyggst standa að starfslokum starfsmannsins í þessum kringumstæðum.", "innerBlocks": [] }