
Fyrirliðinn Rebekka Rán leiddi lið sitt til sigurs gegn Þór. Ljósm. sá
Snæfell með sterkan sigur á Þór Akureyri
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Snæfell og Þór Akureyri mættust í gærkvöldi í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Leikurinn fór rólega af stað og eftir fimm mínútna leik var staðan jöfn 7:7. Þá tóku heimakonur góðan kipp, spiluðu feykigóða vörn og hittu vel í sínum skotum á meðan gestirnir voru í veseni og skoruðu aðeins tvö stig á þessum kafla. Staðan 19:9 eftir fyrsta leikhluta og Snæfell í ágætis málum. Leikmenn Þórs komu grimmar til leiks í öðrum leikhluta, skoruðu fyrstu átta stigin og það eftir aðeins rúma mínútu. Það sem eftir lifði leikhlutans gerðu gestirnir hvað sem þær gátu til að minnka muninn en Snæfell hafði yfirhöndina allan tímann og var fjórum stigum yfir í hálfleik, 35:31.\r\n\r\nÞór komst yfir í fyrsta skipti í leiknum fljótlega í þriðja leikhluta en jafnt var nánast á öllum tölum þar til Snæfell tók smá kipp og leiddi með fimm stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, staðan 49:44. Snæfellskonur voru sterkari í byrjun fjórða leikhluta og voru með tíu stiga forystu þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum, 59:49. Þór náði síðan að minnka muninn í fjögur stig þegar 24 sekúndur voru eftir en Snæfell skoraði síðustu tvö stigin af vítalínunni og lokatölur 63:57 Snæfelli í vil.\r\n\r\nStigahæst hjá Snæfelli var Rebekka Rán Karlsdóttir með 16 stig, Ylena Bonett var með 14 stig og nýi bandaríski framherjinn Cheah Rael Whitsitt var ansi öflug í sínum fyrsta leik með 14 stig, 22 fráköst, 7 stoðsendingar og 9 stolna bolta. Hjá Þór var Heiða Hlín Björnsdóttir með 15 stig, Madison Sutton var með 14 stig og 12 fráköst og Elektra Mjöll Kubrzeniecka með 12 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells í deildinni er á móti Tindastóli næsta sunnudag á Sauðárkróki og hefst klukkan 15.", "innerBlocks": [] }