
Sveinbjörn Geir Hlöðversson, formaður Kára. Ljósm. vaks
„Mikil áskorun að leika í nýrri deild eftir að hafa fallið“
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "<em>Rætt við Sveinbjörn Geir Hlöðversson formann Kára um tímabilið í sumar</em>\r\n\r\nKnattspyrnufélagið Kári á Akranesi varð í fimmta sæti í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar með 34 stig, vann tíu leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði átta leikjum. Liðið lék í 3. deild í sumar í fyrsta skipti síðan árið 2017 en á síðasta tímabili endaði Kári í neðsta sæti í 2. deildinni og féll þar með niður um deild. Sveinbjörn Geir Hlöðversson er formaður Kára og fylgdi liðinu eins og skugginn í flestum leikjum sumarsins. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Svenna og spurði hann aðeins út í tímabilið. Nú hófuð þið ekki mótið vel á tímabilinu og voruð mikið upp og niður í allt sumar. Þið náðuð mest tveimur sigurleikjum í röð í mótinu og voruð aldrei líklegir í toppbaráttuna. Ef þú horfir til baka yfir tímabilið, hvernig horfir það fyrir þér og varstu sáttur við gengi liðsins?\r\n\r\n„Ég var mjög sáttur við nokkra hluti í sumar, okkur gekk til dæmis vel í Mjólkurbikarnum og komumst í 32-liða úrslit gegn FH þar sem við gerðum FH-ingum virkilega erfitt fyrir þar sem þeir náðu ekki að klára leikinn fyrr en undir lok leiks. Varðandi deildina að þá var hún mjög jöfn og spennandi, ekkert lið var að stinga af og mikið um óvænt úrslit. Það var síðan ekki fyrr en þegar langt var liðið á mótið að þrjú lið náðu að slíta sig frá liðunum fyrir neðan og okkar langsótti möguleiki varð úr sögunni. Því miður náðum við ekki að tengja nógu marga sigra til að koma okkur í þessa baráttu en við náðum í ágætis úrslit undir lok tímabils sem skilaði okkur fimmta sætinu með tíu sigra og fjögur jafntefli og jákvæða markatölu. Köllum þetta skref í rétta átt en við ætluðum okkur klárlega að vera í toppbaráttunni í sumar og reyna að koma liðinu í 2.deild að nýju.“\r\n\r\n<em>Lengra viðtal er í nýjasta tölublaði Skessuhorns.</em>", "innerBlocks": [] }