
Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson verður með sýningu á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi föstudaginn 7. október.
Býður kettinum Skottlausa Höskuldi sérstaklega á sýningu
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson mun verða með uppistandssýningu á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi á morgun, föstudaginn 7. október. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Þórhallar sem hefur komið víða við á ferli sínum.\r\n\r\nHvenær byrjaðir þú að vera með uppistand og hvernig kom það til? ,,Í fyrsta skipti sem ég var með uppistand var ég bara tvítugur og var þá að vinna hjá Flytjanda. Það var árshátíð framundan og ein kona á skrifstofunni sem bara kom til mín og tjáði mér það að ég væri að fara að koma fram á þessari árshátíð. Ég var kannski ekki duglegasti starfsmaðurinn en ég hélt uppi móralnum og var alltaf að grínast. Ég fékk engu um þetta ráðið, ég þurfti bara að gera eitthvað uppistand og fór að skrifa eitthvað niður. Þetta gekk svo bara vel, ég fékk hláturinn og þegar maður fær hláturinn þá þarf maður að gera þetta aftur og aftur,“ segir Þórhallur.\r\n\r\n<strong>Breytist stundum í þrumuguð</strong>\r\n\r\nSýning Þórhallar heitir einfaldlega Þórhallur, en fer hann með sýninguna víða um land? ,,Sýningin var frumsýnd í Tjarnarbíói í maí og er búin að vera í þróun núna í langan tíma. Ég tek sýninguna um allt land og tala um Covid, ferðalög, skrítna meðleigjendur, aldurskrísu, nýja föðurhlutverkið og ýmislegt fleira. Ég er t.d. búin að fara á Akureyri, til Grindavíkur og var að koma frá Vestmannaeyjum.“ Þórhallur hefur einnig ferðast erlendis með uppistand sitt, m.a. til Færeyja og Kína. ,,Ég var að ferðast svolítið með uppistand fyrir Covid, það náttúrulega dró úr því um tíma en er að koma aftur núna. Ég tala um þetta erlenda uppistand í sýningunni en oft getur komið upp einhver misskilningur á slíkum ferðalögum. Þórhallur er líka svolítið erfitt nafn en oft breytist maður í þrumuguð um leið og maður fer til útlanda,“ segir hann.\r\n\r\n<strong>Veit hvernig Covid byrjaði</strong>\r\n\r\nÞórhallur segist m.a. búa yfir upplýsingum um hvernig Covid byrjaði eftir ferðalag sitt til Wuhan en hann segist uppljóstra þeim upplýsingum í sýningu sinni. ,,Ég var með uppistand í Wuhan, vinur minn var þá að læra í Kína og kann kínversku. Hann fékk mig og Bjarna töframann til að fara til fjögurra borga í Kína með uppistand. Við vorum svo með uppistand í Wuhan fjórum dögum fyrir fyrsta Covid tilfellið. Svo komum við heim og Wuhan var þá í öllum fréttum, mjög tilviljanakennt að við höfum verið þarna á þessum tíma.“ En býrð þú þá yfir einhverjum upplýsingum um hvernig Covid byrjaði? ,,Ég er með sögu um Covid og kenningu um upphaf þess sem verður ljóstrað upp á sýningunni,“ segir Þórhallur og vill ekki gefa meira upp í bili.\r\n\r\n<strong>Langar að bjóða fyrrverandi kisunni</strong>\r\n\r\nÞórhallur segist spenntur að koma á Akranes en hann á gamlan vin á Skaganum sem hann langar að hitta. Þórhallur átti nefnilega kött sem ber heitið Skottlausi Höskuldur en hann þurfti að gefa Höskuld frá sér þegar hann flutti í húsnæði þar sem ekki mátti vera með gæludýr. Skottlausi Höskuldur fór þá til konu sem bjó á Akranesi, en hefur Þórhallur reglulega fengið sendar af honum myndir? ,,Ég hef heimsótt Akranes og reynt að finna hann en ekki fundið hann ennþá en ég þekki nokkra sem búa á Skaganum sem senda mér myndir ef hann sést úti á göngu,“ segir Þórhallur. Af hverju er Höskuldur þó skottlaus? ,,Ég veit ekki hvort hann heiti ennþá Höskuldur en hann lenti í bílslysi greyið og missti skottið sitt en hann er glæsilegur köttur. Þegar ég bó með hann niðri í miðbæ voru allir túristarnir alltaf að taka myndir af honum svo hann var orðinn mjög frægur köttur. Ég er auðvitað að vonast til þess að hann mæti og ég sé fyrir mér mjög fallega endurfundi. Það gæti orðið mjög fallegt móment þegar við hlaupum á móti hvor öðrum á Langasandi og föllumst í faðma. Því má bæta við að konan sem á Höskuld núna á að sjálfsögðu frían miða á sýninguna og má koma með hann, kannski réttara að segja að Höskuldur eigi miða plús einn.“", "innerBlocks": [] }