
Skallagrímur hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Mynd af liðinu á síðasta tímabili. Ljósm. vaks
Skallagrímur tapaði fyrir Sindra
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Skallagrímur tók á móti Sindra á föstudagskvöldið í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta en Skallagrímur tók smá kipp undir lok hans og var með sex stiga forystu, 22:16. Um rúman miðjan annan leikhluta komust gestirnir yfir í leiknum og héldu forystunni fram að hálfleik en þó nánast með minnsta mun, staðan 34:36 Sindra í vil.\r\n\r\nGestirnir náðu að halda heimamönnum nokkrum stigum frá sér nánast allan þriðja leikhlutann, juku forskotið hægt og rólega og var munurinn kominn í tólf stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta, staðan 48:60 Sindra í vil. Skallagrímsmenn reyndu hvað þeir gátu að minnka bilið í fjórða leikhluta en uppskeran var rýr. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum var forskot gestanna aðeins sex stig en nær komust heimamenn ekki og Sindri með sanngjarnan sigur þegar upp var staðið, lokatölur 80:85.\r\n\r\nHjá Skallagrími var Björgvin Hafþór Ríkharðsson stigahæstur með 22 stig og þeir Ragnar Magni Sigurjónsson og Almar Örn Björnsson voru með 16 stig hvor. Tyler Stewart var með 28 stig fyrir Sindra, Rimantas Daunys með 19 stig og Ismael Gonzales með 15 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms er gegn Fjölni næsta föstudag í Dalhúsi í Grafarvogi og hefst klukkan 19.15.", "innerBlocks": [] }