
ÍA vann Þór Akureyri og þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu sem er nýhafið. Mynd af liðinu á síðasta ári. Ljósm. vaks
ÍA með góðan útisigur á Þór Akureyri
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Skagamenn gerðu sér góða ferð norður á föstudaginn þegar þeir mættu Þór í 1. deild karla í körfuknattleik og unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu, lokastaðan 74:77 fyrir ÍA. Þór byrjaði leikinn betur og skoraði fyrstu fjögur stigin en ÍA komust í 6:12 eftir rúman fimm mínútna leik. Skömmu síðar hrökk allt í baklás hjá ÍA því þeir skoruðu ekki stig á meðan Þór náði 10-0 áhlaupi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 20:15 Þór í vil. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta, liðin skiptust á að ná forystu og jafnt var á flestum tölum. Skagamenn voru þó ívið sterkari og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra stiga forystu, staðan 41:45 fyrir ÍA.\r\n\r\nUm miðjan þriðja leikhluta var staðan enn á ný jöfn, 50;50, en Skagamenn náðu síðan aðeins að skora þrjú stig það sem eftir lifði leikhlutans og Þór náði góðri forystu á ný, 65:55. Gestirnir neituðu að gefast upp, spiluðu geysigóða vörn og um miðjan fjórða leikhluta höfðu þeir minnkað muninn í þrjú stig, staðan 69:66 fyrir Þór. Skagamenn náðu svo góðum kafla undir lok leiksins og voru með sex stiga forystu þegar rúm ein mínúta var eftir, 71:77. Þór náði að minnka muninn í þrjú stig en Skagamenn héldu þetta út og unnu frábæran sigur, lokatölur 74:77.\r\n\r\nHjá ÍA var Jalen Dupree stigahæstur með 24 stig og 18 fráköst, Lucien Christofis var með 19 stig og 11 fráköst og Gabriel Adersteg með 18 stig og 13 fráköst. Tarojae Brake var stigahæstur hjá Þór með 20 stig, Smári Jónsson var með 14 stig og þeir Zak Harris og Toni Cutuk voru með 12 stig hvor.\r\n\r\nNæsti leikur ÍA er á móti Hamri næsta föstudag í íþróttahúsinu við Vesturgötu og hefst klukkan 19.15.", "innerBlocks": [] }