
Svipmynd frá æfingunni. Ljósm. Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson.
Sviðsettu Fokkerslys á Reykjavíkurflugvelli
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á suðvesturhorni landsins tóku í gær þátt í hópslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Reykjavíkurflugvelli. Æfingar af þessu tagi eru haldnar á hverjum áætlunarflugvelli á fjögurra ára fresti með þátttöku allra viðbragðsaðila á hverju landssvæði fyrir sig. „Hópslys kalla á aukið viðbragð í almannavarnakerfinu því slíkir atburðir leggja meira álag á daglegt viðbragð en kerfinu er ætlað að ráða við. Þar koma sjálfboðaliðar sterkir inn því þeir eru sérþjálfaðir til þess að vinna samhliða öðrum viðbragðsaðilum og taka því kúfinn af því sem er umfram viðbraðgsgetu kerfisins,“ segir í tilkynningu frá Lansdbjörgu. Alls tóku á fjórða hundrað manns þátt í æfingunni. Mikil vinna var lögð í uppsetningu vettvangs til að gera æfinguna sem raunverulegasta. „Fengu allir þátttakendur því góða æfingu og var samvinna allra aðila með mestu ágætum,“ að sögn Landsbjargarfólks.", "innerBlocks": [] }