Fyrsta nýja björgunarskipið – heimahöfn þess verður Vestmannaeyjar
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Björgunarfélags Vestmannaeyja er komið til landsins, en heimahöfn þess er Vestmannaeyjar. Skipinu var við komuna til hafnar í gær gefið nafnið Þór. Að loknu útboði á fyrstu þremur nýju björgunarskipunum Landsbjargar á miðju ári 2021 var ákveðið að ganga til samninga við KewaTec, finnskan skipasmið, sem hefur rúmlega 20 ára reynslu af smíði skipa til leitar og björgunarstarfa. Þessi nýju skip Landsbjargar munu smám saman leysa af hólmi eldri og mun ófullkomnari björgunarskip við strendur landsins og gjörbreyta í raun aðstöðu til leitar og björgunar. Ljósmynd frá komu skipsins til Eyja er úr smiðju Eyjafrétta.",
"innerBlocks": []
}