Fréttir
Útskrift úr blindflugsnámi.

„Flugið hefur alltaf heillað“

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "<em>Rætt við Guðbjörgu Rós Guðnadóttur flugmann hjá Icelandair</em>\r\n\r\n„Ég man eftir því í eitt sinn, þegar ég var að aka heim til mín í sveitina, að þá sá ég til flugvélar sem bar við himinn. Þótt ég hafi verið búin að velta því alvarlega fyrir mér að fara í flugnám þá heillaðist ég af þessari sýn og hugsaði; þetta er eitthvað sem mig langar að gera. Þegar heim var komið ákvað ég að skrá mig í flugnám. Í flugtaki í mínum fyrsta tíma í flugnáminu kom þessi tilfinning strax. Þetta er það sem ég vildi fá að starfa við,“ segir Guðbjörg Rós Guðnadóttir, flugmaður hjá Icelandair, í samtali við Skessuhorn.\r\n\r\n<strong>Heilluð af flugvélum CargoLux</strong>\r\nGuðbjörg Rós er alin upp í Tungu í Svínadal, dóttir þeirra Guðna Þórðarsonar og Lindu heitinnar Samúelsdóttur. Hún gekk hina hefðbundnu leið í grunnskóla í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og fór eftir það í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Lauk þaðan stúdentsprófi árið 2009. Eftir námið ákvað hún áður en lengra væri haldið að ferðast aðeins um heiminn. Hún fór til Ástralíu í þrjár vikur til þess að heimsækja ættingja sína sem þar búa. Fór síðan sem Au pair til Lúxemborgar og var þar út árið 2010. Þar varð hún heilluð af flugvélum CargoLux sem flugu inn og út úr Lúxemborg alla daga. En áður en hún lagðist í ferðalögin kynntist hún flugstjóra hjá Icelandair, sem var fjölskylduvinur, og hann ráðlagði henni að hugsa sig vel um áður en hún tæki endanlega ákvörðun um flugnámið. Það væri bæði krefjandi og dýrt. En þessi ráð breyttu litlu því hún var staðráðin í að hefja námið.\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56594\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56594 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Gudbjorg-Ros_1-600x601.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"601\" /> Guðbjörg Rós um borð í flugvélinni Vatnajökli fyrir brottför frá Washington.[/caption]\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n<strong>Hellti sér í flugnámið</strong>\r\n„Ég byrjaði flugnámið í byrjun sumars 2011 og kláraði bóklega námið í lok sumars og í kjölfarið fór ég af krafti í verklega námið með flugkennara í að fljúga og safna flugtímum til að ljúka einkaflugmannsprófi. Að því loknu hóf ég nám til atvinnuflugmanns í september 2012. Ég byrjaði á því að taka bóklega námið sem var níu mánaða stíft nám. Að því loknu hófst tímasöfnun og svo verklega námið og þá leigði ég vélar til flugsins ýmist af flugskólum eða flugklúbbum. Þegar ég var búin að ljúka þeim flugtímum með kennara og verklegum prófum með prófdómara hjá Flugmálastjórn var ég útskrifuð atvinnuflugmaður með blindflugsáritun og fékk ég réttindi á eins hreyfils- og fjölhreyfla flugvélar,“ segir Guðbjörg Rós.\r\n\r\n<strong>Víða farið</strong>\r\nMeðfram síðari hluta flugnámsins starfaði Guðbjörg Rós á skrifstofum Air Atlanta flugfélagsins. Þar starfaði hún í þeirri deild sem m.a. heldur utan um flugáhafnir félagsins ef forföll verða; að fá aðra í þeirra stað. „Ástæða þess að ég réði mig til Air Atlanta var sú að ég vildi starfa innan fluggeirans til að fá meiri innsýn í flugheiminn áður en ég myndi sjálf byrja að sækja um flugmannsstörf, en ég stefndi þó alltaf að því að fá starf hjá Icelandair. Nýtti ég tímann vel við að ná mér í þá flugtíma sem vantaði upp á en hjá Icelandair var krafa um að hafa náð 500 flugtímum til að geta sótt um starf. Til þess að geta gert það á sem fljótastan og hagkvæmastan hátt ákvað ég að fara í flugkennaranám og fór ég í það nám hjá Flugskóla Íslands og lauk því í maí 2014. Þegar ég hafði lokið náminu vantaði flugskólanum ekki kennara svo ég starfaði áfram hjá Air Atlanta. Í byrjun árs 2015 fékk ég starf hjá Keili við flugkennslu og hóf að kenna flug hjá þeim í janúar 2015. Þegar ég var búin að vera þar í aðeins um tvo mánuði auglýsti Air Atlanta eftir aðstoðarflugmönnum, sem var þannig staða að ég myndi leysa flugmenn af á lengri flugleiðum sem voru meira en átta klukkustunda flug. Ég fékk það starf og var það ágætis leið fyrir nýútskrifaðan flugmann til þess að öðlast reynslu. Ég var ráðin á Boeing 747, sem er einnig þekkt sem Júmbóþota og er tveggja hæða. Aðal starfsstöðin var í Jeddah í Saudi Arabíu og vorum við bæði í vöruflutningum og í farþegaflugi, einkum með pílagríma sem voru að fara til Mecca. Við flugum mjög víða á þessum tíma, m.a. mjög mikið til Indónesíu og svo til Pakistan en líka til Afríku. Við fórum í fragtflug til New York, Kína og Moskvu í Rússlandi. Þannig að það var víða farið og mikið ævintýri að fá að upplifa marga menningarheima,“ segir Guðbjörg Rós.\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56595\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56595 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Gudbjorg-Ros_2-600x751.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"751\" /> Með Sigurði Kára bróður sínum eftir heimkomu frá Glasgow.[/caption]\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n<strong>Tvö störf buðust sama daginn</strong>\r\nÞegar hún var búin að vera hjá Air Atlanta í um eitt ár var auglýst eftir flugmönnum hjá Icelandair. Hún sótti um og fór í inntökupróf hjá félaginu, sem gekk vel. En svo gerðist það sama dag og Air Atlanta bauð henni áframhaldandi samning, sem hún var tilbúin að samþykkja, að henni var litið á tölvupóstinn sinn og sá þá hvar póstur frá yfirflugstjóra Icelandair hafði borist þar sem hann bað hana að hringja í sig. Var henni þar með boðið starf hjá Icelandair. „Þetta var svona skemmtileg tilviljun að mér var boðið starfið á sama degi og ég var tilbúin að skrifa undir áframhaldandi samning hjá Air Atlanta. Tveimur dögum síðar hélt ég síðan heim til Íslands og fór á u.þ.b. þriggja vikna bóklegt námskeið hjá Icelandair þar sem farið var yfir kerfi flugvélanna og ýmislegt fleira. Síðan var unnið í flughermi sem er eftirlíking algengustu flugvélanna hjá Icelandair sem eru Boeing 757-200 og 300 og síðan breiðþotunnar Boeing 767-300. Stjórntæki þessara flugvéla eru mjög svipuð og ég flýg báðum tegundunum, en Boeing 737 Max flugvélarnar eru aðeins öðruvísi uppbyggðar og hef ég ekki flogið þeim enn sem komið er.“\r\n\r\n<strong>Í mörg horn að líta fyrir hvert flug</strong>\r\nGuðbjörg Rós segir að það sé í mörg horn að líta fyrir hvert flug. Farið er yfir veðurspár, hvaða leið er best að fara hverju sinni, valdar stystu flugleiðirnar og flogið í þeirri hæð sem eyðsla verður sem minnst. Þá eru komnar tölvur sem taka á móti rafrænum vindspám. Síðan er það flugumsjón sem fer yfir þyngd vélarinnar fyrir flugtak og hversu mikið eldsneyti þarf í ferðina með hliðsjón af því. Þá er haldinn stöðufundur meðal áhafnarinnar og farið yfir alla þessa hluti til þess að gæta fyllsta öryggis. Yfirleitt er flogið í á milli 30-40 þúsund feta hæð sem er algeng hæð í millilandaflugi og í þeirri hæð finnst ekki svo mikið fyrir veðri og vindum sem gætu geisað á jörðu niðri. Af og til hendir það hins vegar að bíða þarf klukkustundum saman áður en hægt er að leggja í hann, vegna veðurs, að landgöngubrú í Leifsstöð. „Varðandi flugin sjálf þá fáum við vinnuskrána fram í tímann. Þá vitum við til hvaða áfangastaða við fljúgum næsta mánuðinn,“ segir Guðbjörg Rós.\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56596\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56596 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Gudbjorg-Ros_4-600x749.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"749\" /> Við þotuhreyfill á Jumboflugvél Air Atlanta.[/caption]\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n<strong>Mannlífið í New York heillandi</strong>\r\nÁ ferðum sínum á milli landa, og áfangastaðirnir eru margir, spurðum við Guðbjörgu Rós hvort hún ætti sér einhvern uppáhaldsstað að koma til. „Maður hefur vissulega komið til margra áhugaverðra staða, en ef við tökum Bandaríkin fyrir þá er alltaf skemmtilegt að koma til New York. Borgin iðar af mannlífi og erillinn er mikill, en á móti kemur að það getur líka verið ágætt að yfirgefa hana aftur eftir ákveðinn tíma. Fara úr erlinum yfir í meiri rólegheit.“\r\n\r\n<strong>Kórónuveiran gjörbreytti öllu</strong>\r\nEn óvænt bakslag kom í fluginu sem á sér engin fordæmi á síðari tímum. Kórónuveirufaraldurinn gaus upp með slíkum mætti að flug og ferðaþjónusta lamaðist í tæp tvö ár um heim allan og hafði sín áhrif á flugið hér heima sem annars staðar. Um 90% flugmanna hjá Icelandair misstu störf sín um tíma. „Maður sá auðvitað í hvað stefndi fyrri hluta árs 2020. Við sáum að það voru komnar lokanir víða erlendis en vonuðum auðvitað að þetta myndi ganga til baka og ekki kæmi til uppsagna vegna faraldursins. En það hefur svo sem verið viðvarandi að flugmönnum hefur verið sagt upp tímabundið vegna árstíðasveiflna í fluginu, en þessar sveiflur hafa minnkað heilmikið síðustu ár og lítið verið um uppsagnir. Á fyrsta árinu mínu hjá Icelandair lenti ég í uppsögn vegna árstíðasveiflu en þá fór ég að starfa sem flugmaður í Þýskalandi hjá DHL, en við fórum nokkur frá Icelandair í þessi störf á sínum tíma. Það var síðan um mitt sumar 2020 þegar ég lenti ásamt nokkur hundruð flugmönnum í uppsögnum. Þegar kom að mér var ég ein af rúmlega 400 flugmönnum sem misstu vinnuna. En það voru rétt innan við þrjátíu flugmenn sem héldu vinnunni áfram. Það voru flugstjórar sem höfðu verið tugi ára í starfi hjá félaginu. Tæpum tveimur árum frá uppsögn var ég endurráðin til Icelandair, í maí á þessu ári.“\r\n\r\n<strong>Áhugamálin eru söngur og útivist</strong>\r\nGuðbjörg Rós býr í dag í Mosfellsbæ ásamt unnusta sínum Andra Guðmundssyni sem uppalinn er í Vestmannaeyjum og syni þeirra Guðmundi Atlasi. Eiga þau von á öðru barni sínu nú í byrjun desember. Áhugamál Guðbjargar Rósar eru nokkur. „Ég hef alltaf haft gaman af söng en hef ekki getað stundað hann eins og ég vildi helst. Sonurinn hefur tekið sinn tíma en hver veit hvað síðar verður. Þá er útivist ofarlega á blaði hjá mér og ég nýti tímann í hana þegar tækifæri gefast. Áhuginn kviknaði þegar ég var í Björgunarfélagi Akraness á sínum tíma,“ segir Guðbjörg Rós Guðnadóttir flugmaður að endingu.\r\n\r\n&nbsp;\r\n\r\n[caption id=\"attachment_56597\" align=\"alignnone\" width=\"600\"]<img class=\"wp-image-56597 size-medium\" src=\"https://skessuhorn.is/wp-content/uploads/2022/09/Gudbjorg-Ros_5-600x600.jpg\" alt=\"\" width=\"600\" height=\"600\" /> Í listflugi um borð í TF-BLU ásamt Birni Thoroddsen.[/caption]\r\n\r\n&nbsp;",
  "innerBlocks": []
}