Fréttir
Dælubíllinn Skorri á æfingu slökkviliðsins í gærmorgun. Ljósm. mm.

Enginn viðbragðsbíll frá slökkviliðinu lengur á Hvanneyri

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Í gær hélt Slökkvilið Borgarbyggðar æfingu á tveimur starfsstöðvum sínum; í Borgarnesi og á Hvanneyri. Á síðarnefnda staðnum var æfing þar sem slöngum var rúllað út í nýjasta íbúðahverfinu, tengt við brunahana og byrjað að dæla. Að sögn slökkviliðsmanna var einkum tvennt sem stendur uppúr eftir þessa æfingu. Í fyrsta lagi tók einungis nokkrar mínútur að tæma allt vatn úr dreifikerfinu á staðnum. Vatnslaust varð um leið í öllum nærliggjandi íbúaðarhúsum. Í 27. grein reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit segir að það sé hlutverk sveitarfélaga að tryggja vatnsöflun fyrir slökkvilið. „Vatnsveita sveitarfélagsins að lóðarmörkum í þéttbýli skal vera nægjanleg til að tryggja slökkviliðinu slökkvivatn eftir þörfum,“ segir í viðkomandi lagagrein.  Að sögn slökkviliðsmanna er þetta með öllu óboðlegt ástand. Benda þeir á að það séu Veitur sem sjá um rekstur vatnveitunnar á Hvanneyri og þarf fyrirtækið því að láta gera nauðsynlegar breytingar á stýribúnaði veitunnar til að enginn skortur sé á vatni í brunahönum.\r\n\r\n<strong>Bíllinn á förum af staðnum</strong>\r\n\r\nÍ öðru lagi sögðu slökkviliðsmenn eftir æfinguna á laugardaginn að það hafa staðið upp úr að nú verði slökkviliðið að færa dælubílinn Skorra í húsnæði í annarri sveit í ljósi þess að ekkert laust húsnæði er í boði á Hvanneyri til að hýsa bílinn. Undanfarin fjögur ár hefur hann verið geymdur í húsnæði sem vélaverkstæðið Jörvi hafi lagt slökkviliðinu til, en það húsnæði sé ekki tiltækt lengur og þar að auki verið á undanþágu þar sem það er ekki viðurkennt húsnæði fyrir slökkvibíl og aðstöðu fyrir búnað slökkviliðsmanna. Í ljósi húsnæðisskorts hafi nú verið brugðið á það ráð að færa dælubílinn Skorra á starfsstöð slökkviliðsins á Bifröst.\r\n\r\n<strong>Áður skilgreint hvar bíllinn skyldi vera</strong>\r\n\r\nÞað var Skorradalshreppur sem fjármagnaði kaup á nýjum dælubíl árið 2007 og var bílnum í upphafi gefið nafnið Skorri til að árétta eignarhaldið og staðsetningu, en bíllinn hefur allar götur síðan verið í rekstri hjá Slökkviliði Borgarbyggðar. Í samkomulagi Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um slökkviliðsmál var árið 2007 gerður sérstakur viðaukasamningur þar sem fram kom að þá nýr slökkviliðsbíll yrði lagður Slökkviliði Borgarbyggðar til og yrði bíllinn staðsettur á Hvanneyri. Í nýjum þjónustusamningi milli sveitarfélaganna um brunavarnir í Skorradalshreppi, frá 22. ágúst síðasliðnum, er bílsins VE-950 getið sérstaklega í 6. grein samningsins, en ekkert getið um kvöð um hvar hann skyldi verða staðsettur.\r\n\r\n<strong>Brot á reglugerð</strong>\r\n\r\nÍ reglugerð um brunavarnir kemur fram að á öllum þéttbýlisstöðum með fleiri en 300 íbúa skuli vera dælubílar til taks og lágmarksbúnaður slökkviliðs. Íbúafjöldi á Hvanneyri var um síðustu áramót 305 en auk þess býr fjöldi nemenda og fjölskyldna þeirra á staðnum. Samkvæmt þessu eru nú tvö veigamikil atriði í ólagi á Hvanneyri. Enginn dælubíll til taks og þar að auki ekki vatn ef svo væri.\r\n\r\n[gallery columns=\"2\" size=\"large\" ids=\"56691,56692\"]",
  "innerBlocks": []
}
Enginn viðbragðsbíll frá slökkviliðinu lengur á Hvanneyri - Skessuhorn