Íþróttir
Preslava Koleva var stigahæst á móti Breiðabliki. Hér í leik gegn Aþenu á síðasta tímabili. Ljósm. sá

Snæfell með stórsigur á Breiðabliki b

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Breiðablik b og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudaginn og fór leikurinn fram síðla kvölds í Smáranum í Kópavogi. Heimakonur byrjuðu betur og komust í 5-0 en það varð fljótlega ljóst hvort liðið myndi hafa sigur í leiknum. Eftir fimm mínútna leik var staðan orðin 6:13 Snæfelli í vil og við lok fyrsta leikhluta var staðan 14:27 fyrir Snæfelli. Eftir að Snæfell náði 3-9 kafla í byrjun annars leikhluta skelltu þær í lás og Breiðablik skoraði ekki stig í rúmar fjórar mínútur á meðan gestirnir röðuðu niður körfum. Þegar flautað var til hálfleiks var orðinn næstum helmingsmunur á liðunum, staðan 25:47 fyrir Snæfelli.\r\n\r\nLeikmenn Snæfells sögðu aftur lok, lok og læs í byrjun þriðja leikhluta því Breiðablik skoraði ekki nema fjögur stig í öllum leikhlutanum. Virkilega góð vörn hjá gestunum og þær héldu glaðar inn í fjórða leikhluta með ansi gott forskot, staðan 29:68. Fjórði leikhlutinn var á rólegu nótunum og á tæpum þriggja mínútna kafla skoraði hvorugt liðið ekki eina einustu körfu. Síðustu mínúturnar skiptust liðin á að skora og lokatölur afar sannfærandi sigur Snæfells, 41:86.\r\n\r\nPreslava Koleva var stigahæst í liði Snæfells með 26 stig, Ylenia Bonett var með 23 stig og 15 fráköst og Minea Takala var með 15 stig og 13 fráköst. Hjá Breiðabliki var Þórdís Rún Hjörleifsdóttir stigahæst með 9 stig og þær Eyrún Ósk Alfreðsdóttir og Hera Magnea Kristjánsdóttir voru með 7 stig hvor.\r\n\r\nNæsti leikur Snæfells í deildinni er gegn Þór Akureyri næsta miðvikudag í Stykkishólmi og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Snæfell með stórsigur á Breiðabliki b - Skessuhorn